Hemmi frændi
51 - Hemmi í einangrun

51 - Hemmi í einangrun

April 13, 2020

Í þessum gestalausa þætti Hemma frænda ræða Bjarni og Einar um typpalækna, atvinnumál og samfélagið á þessari ögurstundu þar sem Covid-19 heldur öllum í heljargreipum. 

50 - Hemmi hittir Konna Gotta

50 - Hemmi hittir Konna Gotta

April 6, 2020

Ertu í atvinnuleit en enginn vill ráða þig til starfa? Ert jafnvel með flekklausa ferilskrá, hefur sótt Dale Carnegie námskeið og með meðmæli frá Forsetanum? Þá viltu heyra sögu Konráðs Gunnars Gottliebssonar sem varð einn eftirsóttasti starfskraftur landsins vegna örlagaríks myndbands. Konni Gotta sækir ekki um störf heldur sækja störfin um Konna Gotta. Tjekkið á honum á samfélagsmiðlum undir nafninu konnigotta.

49 - Hemmi hótar Arnóri

49 - Hemmi hótar Arnóri

March 30, 2020

Arnór Daði Gunnarsson er frá Hauganesi. Hann er kannski ekki færasti uppistandarinn samkvæmt dómnefndinni á Íslandsmótinu í uppistandi 2020 en hann er að minnsta kosti flottur strákur.

48 - Hemmi Mixar Magga

48 - Hemmi Mixar Magga

March 23, 2020

Þegar maður leitar ráða sækir maður í reynslu. Maggi Mix, ein reyndasta og langlífasta samfélagsmiðlastjarna Íslands, heiðrar Hemmana með nærveru sinni og segir þeim sögur um líf sitt og störf í þágu þjóðarinnar.

47 - Hemmi spennir Greip

47 - Hemmi spennir Greip

March 16, 2020

Greipur Hjaltason vann Íslandsmótið í uppistandi árið 2020. Hann er næstum tveir metrar á hæð, vinnur á frístundaheimili (ekki leikskóla) og er stundum fyndinn. Beðist er velvirðingar á öskurhlátri í þættinum.

46 - Hemmi Helgar sig Ástu

46 - Hemmi Helgar sig Ástu

March 9, 2020

Þau koma færandi hendi í þáttinn með Durian konfekt og Kopi Luwak kaffi sem fær misgóðar undirtektir Hemmanna. Ásta Rós Árnadóttir og Helgi Arason hafa marga fjöruna sopið víðs vegar um hnöttinn og segja okkur meðal annars frá Asíureisunni sem þau fóru í ásamt 7 mánaða dóttur þeirra fyrir skömmu. Ef þú finnur lykt af blautum sokkum er það bara daunninn af Durian konfektinu að smitast í gegnum hljóðkerfið þitt.

45 - Hemmi fær Telmu í sögur

45 - Hemmi fær Telmu í sögur

March 2, 2020

Hvernig er að leika berbrjósta í bíómynd, missa fullorðins framtennurnar og fá boð frá áströlskum hlutabréfabraskara um að koma hinumegin á hnöttinn í rómantíska heimsókn? Leikkonan Telma Huld Jóhannesdóttir segir okkur frá nokkrum af þeim fjölmörgu ævintýrum sem hún hefur lent í á lífsleiðinni. Þið finnið meira um Telmu á vefsíðu hennar https://www.telmajoa.com.

44 - Hemmi hremmir Holy Hrafn

44 - Hemmi hremmir Holy Hrafn

February 24, 2020

Hann er tónlistarmaður, pin númerið hans er einhver útgáfa af 7-9-13 og honum finnst Einar vera hnyttinn. Farðu á Spotify eða Youtube til að heyra mergjaða tónlist Holy Hrafns en hlustaðu samt fyrst á þáttinn. Þess vegna ertu hérna auðvitað. Nema þú lesir alltaf bara lýsinguna á þættinum og ferð síðan einhvert annað. Það væri virkilega furðulegt bara svo þú vitir.

43 - Hemmi fer með Sólimann í siglingu

43 - Hemmi fer með Sólimann í siglingu

February 17, 2020

Ágúst Thór Sólimann er skipstjórinn á skútunni Jón Guðmundsson. Undanfarin ár hefur hann verið á siglingu um Atlants-, Miðjarðar- og Eyjahaf þar sem hann hefur boðið fólki að slást í för með sér til að læra að sigla skútu eða einfaldlega njóta lífsins á fallegum stöðum. Gústi segir okkur frá ferðalögum sínum og hvernig hann fékk þá hugmynd að leggja í þetta ævintýri. Áhugasamir geta pantað ferðir á Facebook síðunni hans Solimann Sailing eða skoðað myndir á Instagram reikningnum solimannsailing.

42 - Hemmi fær Inga í heimsókn

42 - Hemmi fær Inga í heimsókn

February 10, 2020

Ingi Eggert Ásbjarnarson er einn fremsti söngnemi Reykjanesbæjar um þessar mundir. Hann hefur leikið í stórverkum á borð við Benjamín dúfa, Flags of our fathers og nú nýlega Fiðlarinn á þakinu í útsetningu tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Ef þið nennið að hlusta fram að miðju eru smáuglýsingar að finna þar. Getið líka spólað bara. Hlustið samt endilega á allan þáttinn.

Podbean App

Play this podcast on Podbean App