Hemmi frændi
61 - Hemmi Ólar Arnar

61 - Hemmi Ólar Arnar

June 22, 2020

Tónlistarmaðurinn Holy Hrafn er við það að gefa út nýja plötu og leyfir okkur að fá smakk af henni í seinni hluta þáttarins. Arnar "leikaravinur" Hauksson fær að vera með og segir já og einmitt allan þáttinn. Annars erum við bara að tala um allt og ekkert eins og venjulega hjá Hemma frænda.

60 - Hemmi sextugur

60 - Hemmi sextugur

June 22, 2020

Þegar Hemmi frændi hleypur á tug má alltaf vænta þess að minnsta mögulega orka fór í gerð þáttarins enda eru Hemmarnir að þessu sinni bara að tuða við hvorn annan um allt og ekkert að venju. Bjarni fær vinnu hjá Reykjavíkurborg og getur ekki haldið kjafti á meðan Einar hefur voða lítið að segja.

59 - Hemmi spjallar við Sólborgu

59 - Hemmi spjallar við Sólborgu

June 8, 2020

Hún er að læra lögfræði, gefa út bók og tónlist með hægri hendinni á meðan hún tekur á móti verðlaunum og berst fyrir réttlátara samfélagi með vinstri hendinni. Svo situr þú og tuðar af því þér finnst árið 2020 vera aflýst. Sólborg Guðbrandsdóttir fórnaði smá tíma úr lífi sínu til að koma í létt spjall og heiðraði Hemma frænda með nærveru sinni.

58 - Hemmi hlustar á Isaac

58 - Hemmi hlustar á Isaac

June 1, 2020

Isaac Jameson er gestur Hemma frænda að þessu sinni og ræðir hann m.a. hvernig tónlistin hefur hjálpað honum í gegnum erfiðleika lífsins. Síðasta föstudag gaf hann út sína fyrstu hljómplötu á Spotify: Forest, undir sínu nafni þar sem hann spreytir guðdómlega söngrödd sína og fagran gítarleik.

57 - Hemmi grillar í Agli

57 - Hemmi grillar í Agli

May 25, 2020

Egill Karel Logason kemur í annað sinn til Hemma frænda vopnaður nákvæmlega einni spurningu sem er ekki stolin frá Hemmunum í stað þess að spyrja þá spjörunum úr líkt og planið var upprunalega. Þátturinn reddast samt alveg því Egill er hress gæji og flottur strákur.

56 - Hemmi Óskar sér

56 - Hemmi Óskar sér

May 18, 2020

Einn helsti meðlimur fellgönguhópsins Fellingarnar, Óskar Logi Ágústsson, er svo rausnarlegur að koma í heimsókn til Hemma frænda. Hann talar lítið um fellgöngur en alveg slatta um hljómsveit sína The Vintage Caravan í hverri hann leikur á gítar, syngur og semur lög fyrir. Óskar er með geggjaðan fatasmekk og er rauðhærður.

55 - Hemmi hittir Móu

55 - Hemmi hittir Móu

May 11, 2020

Móeiður Sif Skúladóttir er að reyna að komast í ræktina, keppa í fitness og verða flugfreyja en staðan í heiminum er ekki henni í hag. Þess í stað útbýr hún sína eigin rækt í bílskúrnum, viðheldur mataræðinu af mikilli yfirvegun þangað til fitnesskeppnin verður haldin og bíður þolinmóð eftir atvinnutækifæri. Hún á sætan hund og bros sem drepur.

54 - Hemmi Gunn-ar sig í gang

54 - Hemmi Gunn-ar sig í gang

May 4, 2020

Hvað hefur þú farið á marga tónlistar- og/eða skemmtanaviðburði erlendis? Ekki jafn marga og orkuboltinn Gunnar Hjörtur Baldvinsson sem hefur ferðast um víðan völl og prófað ein villtustu partý sem jörðin hefur upp á að bjóða. Hann tók veiruvánna í nösina og skipulagði dagskrá fram í tímann svo hann hefði eitthvað skemmtilegt að gera hvern dag í þessu skítaástandi. Flottur strákur sem fýlar Vikings og Starwars en það er bara hann.

53 - Hemmi bragðar á sósu

53 - Hemmi bragðar á sósu

April 27, 2020

Í þessum þætti svamla Hemmarnir í gegnum ýmsar pælingar eftir að hafa smakkað sterka sósu sem var svo ekkert svo sterk. Annars bara eitthvað raus um kúk og dauðann. Þið vitið alveg hvað þið eruð að fá þegar þið veljið Hemma frænda sem áhlustunarefni.

52 - Hemmi afmælar sig

52 - Hemmi afmælar sig

April 20, 2020

Þá er komið ár frá því að Hemmi frændi rann fyrst í hlað og vegna fjölmargra eftirspurna mun koma í ljós hvers vegna þátturinn ber það nafn. Arnar „Leikaravinur“ Hauksson kemur í spjall og hver veit nema Hemmarnir hleypi honum að í samtalið að þessu sinni. Goðsagnakennda atvikið á Ship Anson í starfsmannaferð Isavia til Portsmouth árið 2018 verður reifað í þættinum og Davíð Þór „Toolshed“ Logason, stærsta vitnið í málinu, leysir loks frá skjóðunni um hvað raunverulega átti sér stað innan veggja skemmtistaðarins þetta örlagaríka kvöld.

Play this podcast on Podbean App