Episodes

Monday Feb 15, 2021
71 - Hemmi Hugar að Katli
Monday Feb 15, 2021
Monday Feb 15, 2021
Ketill Hugi Hafdal Halldórsson heimsækir Hemma í hátíðlegu hlaðvarpi hæstánægður með hetjudáð, hárið, og hestana sína. Hressari mann í verkfræðinámi er ekki hægt að finna enda alveg með á hreinu hvað krítískur hiti og þrýstingur eru. Svo spilar hann á risavaxna fiðlu í þokkabót. Selt!

Monday Feb 01, 2021
70 - Hemmi fær sér MC Bjór
Monday Feb 01, 2021
Monday Feb 01, 2021
Annar þáttur Hemma frænda árið 2021 er kominn í loftið og einhverra hluta vegna er hljóðið komið í lag. Rapparinn MC Bjór, Róbert Sveinn Lárusson, heiðrar Hemmana með nærveru sinni, ræðir tónlistarferil sinn og komandi verkefni. Ef þið kunnið að meta rapp, jólin og fermingar þá er það alveg frábært en þátturinn fjallar eitthvað smá um það. Splæsið „MC Bjór“ í leitarreitinn á Spotify, Youtube eða Soundcloud til að fræðasta meira um kauða.

Monday Jan 11, 2021
69 - Hemmi kemur úr sumarfríi
Monday Jan 11, 2021
Monday Jan 11, 2021
Eftir langa bið er Hemmi frændi loksins kominn úr sumarfríi. Ekkert sérstakt var undirbúið við endurkomuna heldur er einungis að finna sama gamla röflið. Græjurnar í Hemma frænda eru orðnar eitthvað ryðgaðar eins og heyrist á pirrandi aukahljóðunum í upptökunni. Athugið að ekki er verið að vinna að því að bæta gæðin á hljóðinu.

Monday Aug 10, 2020
68 - Hemmi fær Kristófer í kaffi
Monday Aug 10, 2020
Monday Aug 10, 2020
Vegna tæknilegra örðugleika í mixernum hjá Hemma frænda þurfti töluverða klippingu fyrir þennan þátt. Þess vegna kemur Kristófer Þorri Haraldsson (Klipptófer) í þáttinn til að snyrta Hemmana til og segja þeim sögur úr sveitinni þar sem hann hefur gripið í margan spenann.
Hemmi frændi er nú kominn í smá sumarfrí og hlakkar til að kvelja eyru ástkærra hlustenda aftur von bráðar. Gleðilegt sumar og heyrumst síðar!

Monday Aug 03, 2020
67 - Hemmi fær Davíð í sögur
Monday Aug 03, 2020
Monday Aug 03, 2020
Davíð Már Gunnarson, hinn nýjungagjarni lífskúnstner, heiðrar Hemma frænda með viðveru sinni í þessum þætti. Hann er einn hressasti og jákvæðasti maður sem hægt er að finna á árinu 2020 og geislar af vinsemd og virðingu. Athugasemdir í þættinum gætu fengið þig til að brosa.

Monday Jul 27, 2020
66 - Hemmi fær Almar í kaffi
Monday Jul 27, 2020
Monday Jul 27, 2020
Listamaðurinn Almar Steinn Atlason er gestur Hemma frænda í einum mest sextugasta og sjötta þætti sem gerður hefur verið. Almar ræðir við Hemmana um listina, tímann og Íslandspóst en á mörgu þarf að taka innan veggja skriffinskubáknsins ógurlega sem heltekið hefur sál þjóðarinnar. Þess má geta að Bjarni og Almar eru skyldir í fimmta og fjórða ættlið. Ættliði að trúa þessu?

Monday Jul 20, 2020
65 - Hemmi fær skoðun hjá Valgerði
Monday Jul 20, 2020
Monday Jul 20, 2020
Af einskærri manngæsku heimsækir Valgerður Briem Magnúsdóttir Hemma frænda og segir frá ævintýrum sínum um heim allan. Valgerður er hrædd um að barnaverndarstofa taki af henni son sinn vegna viðtalsins og er hún því flutt til Noregs þar sem þau mæðgin eru óhult fyrir oti þeirra og poti.

Monday Jul 13, 2020
64 - Hemmi fær lánaðan súpupott
Monday Jul 13, 2020
Monday Jul 13, 2020
Hann er kominn aftur til Hemma frænda. Grallarinn, brallarinn og súpumallarinn Gunnar Þór Böðvarsson. Ævintýrin sem einn maður getur lent í eru með ólíkindum og fá Hemmarnir að heyra allt um þau. Verði ykkur að góðu.

Monday Jul 06, 2020
63 - Hemmi ferðalangar í sumarfrí
Monday Jul 06, 2020
Monday Jul 06, 2020
Ferðalangurinn Elísabet Ýr Guðjónsdóttir kemur aftur í heimsókn til Hemma frænda en hún er betri helmingur víðförla dúósins @twotravellingidiots. Hlutir, fólk og staðir verða ræddir í þættinum og er því lítið frá brugðið fyrir elskulega aðdáendur þáttarins.

Monday Jun 29, 2020
62 - Hemmi fær Gná í spjall
Monday Jun 29, 2020
Monday Jun 29, 2020
Í forsvari fyrir unga fólkið í landinu er Gná Elíasdóttir Tik Tok stjarna. Hún kann að olla á bretti, kann alls konar skammstafanir og segist hafa verið markvörður FC Barcelona á yngri árum sem er helber lygi. Við bjóðum hana samt velkomna og heyrum hvað unga fólkið er að gera þessa dagana.