Episodes

Monday Nov 20, 2023
81 - Hemmi Bjarnar Gaut
Monday Nov 20, 2023
Monday Nov 20, 2023
Bjarni Gautur boðberi dánarfregna, kvikmyndagerðarmaður, leikari, rappari, ritstjóri, sófaeigandi og uppistandari var gestur Hemma frænda að þessu sinni. Íslenska tungan er hægt og rólega að deyja út en Bjarni hyggst bjarga henni með útgáfu Hetjumyndasagna á móðurmálinu. Boðið var upp á kaffi og egg með spjallinu sem hverri hetju sæmir sem gott kann að meta.

Monday Nov 06, 2023
80 - Hemmi endurkemur
Monday Nov 06, 2023
Monday Nov 06, 2023
Fyrsti snjórinn fallinn, jólabjórinn kominn í bæ og Airwaves í fullum gangi. Þetta og margt fleira var ekki rætt í þessum endurkomu þætti Hemma frænda eftir langa bið ástkærra hlustenda. Sperrið eyrun og leyfið Hemmanum að flæða.

Monday Dec 26, 2022
79 - Látt’ekki Svona Hemmi frændi - Jólaþáttur
Monday Dec 26, 2022
Monday Dec 26, 2022
Gleðileg jól kæru hlustendur! - Þessi þáttur er einnig í boði í MYND á Hemma frænda síðunni á Youtube! - Þessi einstaki jólaþáttur var gerður í samvinnu með uppistöndurunum góðkunnu Arnóri Daða Gunnarssyni og Þórhalli Þórhallssyni í Látt'ekki Svona. Um tuttugu mínútur inn í þáttinn verður allt rafmagnslaust af því við gerðum grín að frelsaranum. Það er auðvitað bannað og við hættum því umsvifalaust. Vonandi eigið þið gleðilega hátíð og Hemmi frændi óskar ykkur farsældar að nýju ári.

Monday Nov 21, 2022
78 - Hemmi fær heilablóðfall með Arnóri
Monday Nov 21, 2022
Monday Nov 21, 2022
Arnór Daði Gunnarsson kom í þáttinn með litlum fyrirvara því Þórhallur Þórhallsson skrópaði. Takk Arnór. Horfið á allt stöffið hans Arnórs á VOD-inu einhversstaðar og bara gúgglið hann og eitthvað. Ekki gúggla Þórhall. Arnór kom með kerti.

Monday Nov 07, 2022
77 - Hemmi leigir barnavörur af Ástu
Monday Nov 07, 2022
Monday Nov 07, 2022
Frábæra manneskjan og frumkvöðullinn Ásta Rós Árnadóttir kom og sagði Hemmunum frá fyrstu íslensku barnavöruleigunni MiniRent.is sem hún og vinkonur hennar: Ragnhildur Inga og María Sigurborg hentu í framkvæmd á aðeins þremur mánuðum! Ásta hefur reynslu af því að ferðast erlendis með ung börn og þekkir því brasið við að ferðast með barnavörur erlendis. Hún vil gera barnafólki lífið auðveldara, hvort sem þau eru á leiðinni í ferðalag erlendis eða að heimsækja Ísland og allt þar á milli. Fjölnota fullorðinsbleyjur eru því miður ekki til á lager hjá MiniRent en Hemmarnir henda kannski bara sjálfir í fyrirtæki eftir ráðgjöf frá Ástu.
Bjarni biðst innilegrar afsökunar á að hafa fokkað upp hljóðinu en þið getið lítið kvartað þar sem þið borgið ekki krónu fyrir þáttinn nirflarnir ykkar! Hljóðið verður lagfært í næsta þætti kæru hlustendur.

Monday Oct 24, 2022
76 - Hemmi fær Evu í sigtið
Monday Oct 24, 2022
Monday Oct 24, 2022
Jussutussumelluhóra hvað framtíðin er björt í rafíþróttum nú þegar Eva Margrét Guðnadóttir er orðin formaður Rafíþróttasamtaka Íslands. Að auki er hún viðburðastjóri í Arena í Kópavogi og meistaranemi í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði í HR (sem hún ætlar sér aldrei að vinna við). Þegar hún er að plaffa fólk í sundur heitir hún EvaSniper69 og þið getið séð hana og sveittu BabePatrol vinkonur hennar á Twitch þar sem þær eru í beinni á miðvikudögum klukkan 21:00. Ekkert sprell var í þættinum en nóg um fíflagang.

Monday Oct 10, 2022
75 - Hemmi skorar sjálfsmarkþjálfun með Önnu
Monday Oct 10, 2022
Monday Oct 10, 2022
Kulnunarmarkþjálfinn og skemmtikrafturinn Anna Claessen heiðraði Hemmana með ráðum sínum og dáðum. Hún er orkumikil, veraldarvön og hefur afhent Tom Hanks Diet Pepsi. Anna og kollegi hennar Friðrik Agni eru til staðar fyrir þig í Happy Studio þar sem þau bjóða upp á leiðir til að takast á við kulnun, finna gleðina á ný og ná árangri í lífinu. Lögfræðingar Hemma frænda eru enn að ræða við lögfræðinga Önnu um hvort hún megi rukka fyrir ráðgjöfina sem hún veitti í þættinum.

Monday Sep 26, 2022
74 - Hemmi fær Arnór 2.0
Monday Sep 26, 2022
Monday Sep 26, 2022
Arnór Daði Gunnarsson er töluvert betri manneskja en alnafni hans sem kom síðast í heimsókn. Hann hefur verið afreksmaður frá unga aldri, snertir ekki sukk og er kominn faglega mun lengra í lífinu. Þegar hann tók rétta beygju í lífinu tók hinn Arnór ranga beygju og þær beygjur voru margar og flestar út af brautinni. Dæmi hver fyrir sig en þessi Arnór hefur greinilega fengið öll góðu genin við nafngiftina. Þetta er auðvitað engin keppni en Hemmi frændi veit núna hvaða hest hann setur peningana sína á.

Monday Sep 12, 2022
73 - Hemmi fær Arnór - Hann bara fær hann
Monday Sep 12, 2022
Monday Sep 12, 2022
Arnór Daði Gunnarsson grínmanneskja er næs og ligeglad gestur. Honum var boðið aftur í þáttinn því hann hagaði sér vel síðast. Aðrir eldri gestir fá jafnvel ekki boð aftur. Gúgglið big, small town kid það er gott stöff.

Friday Feb 04, 2022
72 - Hemmi kemur úr vetrarfríi
Friday Feb 04, 2022
Friday Feb 04, 2022
Arnar „leikaravinur“ Hauksson kemur í heimsókn til Hemma frænda og lætur grípa fram í fyrir sér. Strákarnir íhuga að taka upp vegan lífstíl eftir að hafa smakkað dýrindis smákökur sem maður prumpar ekki mikið af. Bjarni er að fara að missa íbúðina, Einar býr í hjólhýsi og Arnar er bara að leika sér.