Episodes

Monday Jul 08, 2019
11 - Hemmi finnur ástina
Monday Jul 08, 2019
Monday Jul 08, 2019
Í þessum þætti er hefðbundið vikuspjall og nýji dagskrárliðurinn „Sönn íslensk ástarmál“ er kynntur til leiks. Þá gera Hemmarnir tilraun til að kryfja íslenska ástarlagatexta til að finna út hvað ást er í raun og veru. Í bláendann flytur Bjarni "blint karaoke" á Robbie Williams laginu Angels.

Monday Jul 01, 2019
10 - Hemmi fær Ella í heimsókn
Monday Jul 01, 2019
Monday Jul 01, 2019
Elías Örn Friðfinnsson kokkur og sprelligosi kemur í heimsókn til Hemma frænda. Hann er að fara af stað með matvagninn Taco Bless í Reykjanesbæ sem er að verða klár í slaginn von bráðar fyrir svanga taco-unnendur.

Monday Jun 24, 2019
Hemmi kafar dýpra
Monday Jun 24, 2019
Monday Jun 24, 2019
Bólstruð herðatré, samsæriskenning um einn ástsælasta söngvara þjóðarinnar og þriðji hluti útvarpsleikritsins vinsæla eru á dagskrá Hemma frænda að þessu sinni. Í blálokin fá hlustendur að heyra dubstep útgáfu af Eventyr eftir raftónlistarmanninn Tæknijens ft. SkífuÞeytir SkransX.

Monday Jun 17, 2019
Hemmi haldinn hátíðlegur
Monday Jun 17, 2019
Monday Jun 17, 2019
Í þjóðhátíðarþætti Hemma frænda er rædd áhugaverð púttferð, þrítugsafmælisgjöf Búffa Pulsu og hvers vegna Íslendingar halda upp á 17. júní. Spurningunni um af hverju nef á hundum eru alltaf blaut er loksins svarað og þátturinn endar með fallegu Karaoke í tilefni dagsins.

Sunday Jun 09, 2019
Hemmi byrjar að bulla
Sunday Jun 09, 2019
Sunday Jun 09, 2019
Þriðji orkupakkinn, þungunarrofsfrumvarpið og samdráttur í ferðaþjónustu verður ekki til umræðu í sjöunda þætti Hemma frænda. Hins vegar verða flutt ljóð, rætt stóra tannlæknasamsærið og bullað um lítt mikilvæg málefni.

Sunday Jun 02, 2019
Hemmi fer á Þingvelli
Sunday Jun 02, 2019
Sunday Jun 02, 2019
Sjötti þáttur Hemma frænda er tekin upp á Þingvöllum í þetta skiptið og fáum við að heyra ferðasögur af Grikklandi frá Elísabetu Ýr og Einari. Það var víst mikið af ævintýrum og allt morandi í kínverskum ferðamönnum. Bjarni fær að tuða smá í þættinum. #freethelegs

Sunday May 26, 2019
Hemmi fer til Grikklands
Sunday May 26, 2019
Sunday May 26, 2019
Hemminn tvístrast í þessum fimmta þætti Hemma frænda. Einar er farinn á vit ævintýranna í Grikklandi á meðan Bjarni er heima að bora í nefið. Hemmi hringir í Einar og fær allt helsta skúbbið, auglýsingarnar eru á sínum stað, spurt verður almúgann um hvaða ofurkrafta hann myndi vilja og annar hluti útvarpsleikritsins: "Ástir og álfelgur" er fluttur.

Sunday May 19, 2019
Hemmi hlustar á tónlist
Sunday May 19, 2019
Sunday May 19, 2019
Í þættinum er kynnt plötuna Fortíðar framfarir frá sirka 2005 sem er frumraun raftónlistarmannsins Tæknijens. Þátturinn byrjar sem þurr plötukynning og gagnrýni sem vindur upp á sig og verður epísk saga um tímaflakkara sem lendir í ævintýrum víðsvegar um heiminn og tímans rás í leit sinni að lækningu fyrir dauðvona elskhuga sinn. Tónlist í þættinum er ekki við hæfi neinna.

Sunday May 12, 2019
Hemmi flytur leikrit
Sunday May 12, 2019
Sunday May 12, 2019
Í þessum þriðja og jafnframt langbesta þætti Hemma frænda til þessa er frumflutt leikritið Eggjandi Alpar. Hemmi býður einnig upp á vikurant, auglýsingar og spjall um kaffi og ferðalög. Athugið að efni í þættinum er ekki við hæfi alvarlegra.

Sunday May 05, 2019
Hemmi hittir Mónu Leu
Sunday May 05, 2019
Sunday May 05, 2019
Í þessum besta þætti Hemma frænda af tveimur mun gesturinn Móna Lea fræða hlustendur um vöruhönnun, veiðimennsku og hvort kúkur sé í raun og veru vegan. Vikurantið, áskorunin og grínauglýsingarnar eru á sínum stað. Beðist er velvirðingar á bankhljóðum sem heyrast í þættinum.