Episodes

Monday Sep 16, 2019
21 - Hemmi fær Kristján í heimsókn
Monday Sep 16, 2019
Monday Sep 16, 2019
Að þessu sinni fær Hemmi frændi Kristján "Heimsfara" Kristjánsson í heimsókn þar sem meðal annars er rætt ferðalag hans til Norður-Kóreu fyrr á þessu ári. Kristján hefur áhuga á að ferðast til vafasamra landa og kynnast þar menningu og staðháttum og lætur það hljóma eins og það sé minnsta mál. Áhugasamir geta lesið bloggfærslur og séð myndbönd frá ferðalögum Kristjáns í gegnum tíðina á www.interestingworld.info en hann hefur ferðast til 85 landa þegar þetta hlaðvarp fer á veraldarvefinn.

Monday Sep 09, 2019
20 - Hemmi tautar
Monday Sep 09, 2019
Monday Sep 09, 2019
Í þessum þætti er mikið um taut. Kommentakerfi fjölmiðlanna eru tekin fyrir og er það í raun eina sem er boðið upp á í þessum tuttugasta þætti Hemma frænda. Gæti það verið betra? Já alveg pottþétt.

Monday Sep 02, 2019
19 - Hemmi fær Aron í heimsókn
Monday Sep 02, 2019
Monday Sep 02, 2019
Eftir gott spjall um daginn, veginn og mannann kemur heljarmennið Aron Friðrik Georgsson í heimsókn til Hemma frænda. Í þessum nær tveggja tíma langa þætti er rætt um lyftingar, mataræði, bifreiðar, bíómyndir og allt þar á milli.

Monday Aug 26, 2019
18 - Hemmi fær Arnar í heimsókn
Monday Aug 26, 2019
Monday Aug 26, 2019
Arnar Hauksson leikaravinur Hemma frænda kemur í heimsókn í seinni hluta hlaðvarpsins og ræðir listir, leik og lífið. Í fyrri hlutanum má heyra opið bréf Hemma frænda til Neytendastofu og ýmislegt annað tuðlegt.

Monday Aug 19, 2019
17 - Hemmi fer í bíó
Monday Aug 19, 2019
Monday Aug 19, 2019
Lykilorð þessa þáttar eru hinsegin dagar, frolf, Tarantino og gönguskór. Einar ropar í þættinum.

Monday Aug 12, 2019
16 - Hemmi kommentar
Monday Aug 12, 2019
Monday Aug 12, 2019
Það styttist í jólin greinilega. Einar segir okkur frá ferðalagi sínu efst vinstra megin á landinu og filsan er rædd sem viðskiptahugmynd. Allur seinni helmingur þáttarins fer í að gera grín af athugasemdum fólks í athugasemdakerfum íslenskra fréttamiðla.

Monday Aug 05, 2019
15 - Hemmi verður hress
Monday Aug 05, 2019
Monday Aug 05, 2019
Einar sagði að Hemmarnir yrðu að vera aðeins hressari í þættinum, þannig þeir ræddu Chihuahua niðurgang, týndan tónlistarmann frá Danmörku, útihátiðir, Ginnzfest og fylleríssögur. Það gerist ekki hressara en það.

Monday Jul 29, 2019
14 - Hemmi fær sér KFC
Monday Jul 29, 2019
Monday Jul 29, 2019
Erfitt er að njörva niður nákvæmlega hvað rætt er í þættinum án þess að telja upp svona 300 mismunandi umræðuefni en fyrir utan tuð og taut kynnir Hemmi nýjan dagskrárlið sem fjallar um að borða mat og spjalla á sama tíma. Að þessu sinni snæddu Hemmarnir KFC máltíð. Varað er við smjatthljóðum í þættinum.

Monday Jul 22, 2019
13 - Hemmi fær Elfar í kaffi
Monday Jul 22, 2019
Monday Jul 22, 2019
Þrettándi þátturinn byrjar á röfli að venju með smá spúkí ívafi. Gestur þáttarins er Elfar Þór grínisti, hlaðvarpari og kvikmyndaböff. Elfar segir okkur frá lífi sínu í leik og starfi sem hann reynir eftir fremsta megni að lifa með kærleik gagnvart náunganum. Þið getið fundið hlaðvarp Elfars: Endalaus óviska á iTunes, Spotify og Stitcher eða séð það í myndbandsformi á Facebook: www.facebook.com/EndalausOviska/. Varað er við miklum og háværum hlátri í þættinum.

Monday Jul 15, 2019
12 - Hemmi fær Árna í heimsókn
Monday Jul 15, 2019
Monday Jul 15, 2019
Hefðbundið smjatt í þessum þætti að viðbættum nýja dagskrárliðnum: falsfréttir. Árni Jóhannsson skjalavörður kíkir í heimsókn og ræðir meðal annars ævintýrin sem gerast á þjóðskjalasafni Íslands. Fjórðungur, hlaðvarp Árna um íslenskan körfubolta, má finna á: https://www.buzzsprout.com/226644/ og twitter nafnið hans er: @arnijo. Í lok þáttarins syngur Einar fyrir okkur With arms wide open með Creed í blindu Karaoke.